Framtíðarsýn

Framtíðarsýn 
Ég vinn með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum í því að skapa góðan texta sem styrkir ímynd viðkomandi og hjálpa einstaklingum við að ná árangri í íslensku, ensku og frönsku.

Framtíðarsýninni er náð með því að:

  • Skapa góðan texta sem gefur rétta mynd af hæfni og / eða starfsemi.
  • Setja markmið í námi með einstaklingum og hópum.

Lífsreglur mínar eru:
– Allir eru snillingar.
– Allir búa yfir hæfninni til að ná markmiðum sínum.
– Hver og einn býr yfir getunni til að gera ávallt sitt besta.
– Allir eiga rétt á að njóta sín.
– Þegar þú veist hvert þú stefnir birtast leiðirnar þangað.
– Þú getur alltaf gert eitthvað til valdeflingar, hver sem staðan er.

 

Markmiðasetning
Til þess að ná árangri á hvaða sviði sem er þarftu að vita hvert þú stefnir. Ef þú á leiðinni eitthvert endarðu auðvitað einhvers staðar. Lykilatriðið er að þú setjir þér markmið út frá þeim stað sem þú ert á. Þegar þeim er náð seturðu þér ný markmið!

Ég finn með hverjum og einum út markmið þeirra í náminu og styð þá í að ná þeim. Oft er best fyrir sjálfstraustið að setja sér lítil markmið og ná þeim áður en lengra er haldið. Þannig byggist smám saman upp sjálfstraust og lífsfærni sem eykur getuna í faginu sem um ræðir.

 


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

*