Greinagleði er textavinna

07. November 2014 Annað 0
Greinagleði er textavinna

Góð textavinna ber vott um sjálfstraust. Kjörorð mitt í þýðingum, textagerð og einkakennslu í tungumálum og stærðfræði er valdefling, þar sem færni í tjáningu, ræðu og riti, styrkir sjálfsímynd einstaklingsins og ímynd hans út á við. Hér verða birtar greinar um svo að segja allt á milli himins og jarðar sem getur talist valdeflandi fyrir einstaklinga og hópa. Til að hnykkja á merkingunni, þá nær hugtakið valdefling (e. empowerment) yfir hvaðeina sem færir þig nær því hver þú ert og fyrir hvað þú vilt standa. Margir berjast við ýmsar hindranir gegn því að njóta lífsins til fullnustu og er valdefling vopnið gegn því.

Ég mun leggja áherslu á skrif um textasmíð á ýmsum tungumálum, svo sem þýðingar, uppbyggingu ritgerða og smásagna, skýrslugerð, málfræði og stafsetningu. Nördalegt – og óheyrilega áhugavert!

Fræðum og rannsóknum um tungumál, menntun og kennslu verður gert hátt undir höfði og loks verður athyglinni beint að sjálfsmyndinni, sjálfsímyndinni og öllu því sem yfirhöfuð kemur að valdeflingu einstaklinga og hópa.

Efnistökin eru í samræmi við lífsreglur fyrirtækisins, sem eru:

– Allir eru snillingar.
– Þú getur alltaf gert eitthvað til valdeflingar, hver sem staðan er.
– Allir búa yfir hæfninni til að ná markmiðum sínum.
– Hver og einn býr yfir getunni til að gera ávallt sitt besta.
– Allir eiga rétt á að njóta sín.
– Þegar þú veist hvert þú stefnir birtast leiðirnar þangað.

Af mörgu er að taka og því sannkölluð greinagleði framundan.

 

Please like & share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

*