Textagerð

Tek að mér alla textavinnu: Yfirlestur, þýðingar á milli íslensku, ensku og frönsku, samningu á stuttum og löngum texta frá grunni sem og innslátt viðtala.

Það er valdeflandi að hafa þann texta sem þú setur frá þér réttan og vel orðaðan. Vel fram settur texti styrkir ímynd þína í námi og viðskiptum.

Yfirlestur
Tek að mér yfirlestur á hvers kyns texta, svo sem ritgerðum, heimasíðum, greinum, skýrslum, handbókum og skáldsögum. Vinsamlegast athugið muninn á prófarkar- og handritslestri. Ef þið eruð í vafa um hvar í ferlinu textinn er staddur get ég skorið úr um það fyrir ykkur.

Prófarkarlestur er yfirlestur á texta fyrir útgáfu eða lokaskil og gert er ráð fyrir að handritslestri sé lokið. Misjafnt er hvort þörf er á prófarkarlestri en jafnvel færustu textasmiðum getur yfirsést á síðustu metrunum og betur sjá augu en auga. Nauðsynlegt er að höfundur eða eigandi textans lesi vel yfir áður en honum er skilað inn til prófarkarlesturs.

Handritslestur er ítarlegur lestur á uppbyggingu, efnistökum, röksemdafærslum, málfari, orðanotkun og stafsetningu. Helstu villur eru leiðréttar og tillögur gefnar að því sem betur má fara. Handritslestur er því augsýnilega mun viðameiri en prófarkarlestur. Öllum er ráðlagt að gera ráð fyrir tíma til leiðréttinga og prófarkarlesturs eftir handritslestur áður en efnið er gefið út.

Skýrslugerð
Tek að mér að gera allar skýrslur: Umhverfisskýrslur, verkskýrslur, rannsóknarskýrslur o.fl.

Þýðingar

Tek að mér almennar þýðingar á milli tungumálanna íslensku, ensku og frönsku.

Samning texta og innsláttur viðtala
Tek að mér samningu texta eftir óskum. Þar má nefna handrit, handbækur, kynningarbæklinga og slagorð. Þetta er einkar hentugt þegar hugmyndin er klár í kollinum en erfitt að koma henni niður á blað.

Tek einnig að mér innslátt texta eftir hljóð- og myndupptökum sem og texta af samfélagsmiðlum.

Verðskrá:

Verið er að uppfæra verð, vinsamlegast hafið samband!

Reynsla og réttindi
Ég hef meira en 20 ára reynslu af yfirlestri, samningu texta og almennum þýðingum en hef ekki réttindi sem löggiltur skjalaþýðandi.

Hafðu samband


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

*